Aldrei hafa fleiri 200 líru seðlar verið í umferð í Tyrklandi. Þá eru tvöfalt fleiri 200 líru seðlar í umferð í dag samanborið fyrir ári síðan.
Seðillinn er verðmætastur útgefinna seðla í Tyrklandi, og er jafnvirði 1.500 íslenskra króna
Verðbólga í landinu hefur farið úr böndunum og mældist 84% í nóvember samkvæmt tyrknesku hagstofunni. Á sama tíma og verðbólgan hefur aukist hratt að undanförnu hefur Erdogan Tyrklandsforseti skipað seðlabanka landsins að lækka vexti.