Alfa Framtak, rekstraraðili tveggja framtakssjóða, hagnaðist um 133,6 milljónir árið 2022 samanborið við 18,6 milljónir árið áður. Félagið hyggst greiða út arð sem nemur allt að öllu óráðstöfuðu eigin fé í árslok 2022 sem var 133,7 milljónir.

Alfa Framtak, rekstraraðili tveggja framtakssjóða, hagnaðist um 133,6 milljónir árið 2022 samanborið við 18,6 milljónir árið áður. Félagið hyggst greiða út arð sem nemur allt að öllu óráðstöfuðu eigin fé í árslok 2022 sem var 133,7 milljónir.

Umsýsluþóknanir sem félagið innheimti jukust úr 123 milljónum í 320 milljónir á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að Alfa lauk fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóðnum Umbreytingu II. Félagið rak fyrir sjóðinn Umbreytingu I sem var settur á laggirnar árið 2018 en áskriftir að honum námu 7 milljörðum króna.

Fyrir rekstur á Umbreytingu II fær Alfa greidda árlega eignastýringarþóknun sem nemur 1,5% af samþykktum áskriftarloforðum á fjárfestingartímabili sjóðsins og að því loknu 1,5% af hreinum eignum hans á ársgrundvelli. Í tilviki Umbreytingar I er hlutfallið 1,75%.

Laun og launatengd gjöld Alfa Framtaks námu 110,8 milljónum króna árið 2022 samanborið við 57,4 milljónir árið 2021. Ársverkum fjölgaði úr 3 í 5 á milli ára.

Alfa Framtak er í 53,6% eigu framkvæmdastjórans Gunnars Páls Tryggvasonar, 26,4% eigu Árna Jóns Pálssonar og 20% eigu Markúsar Harðar Árnasonar. Árni Jón og Markús Hörður starfa sem fjárfestingarstjórar hjá Alfa.

2021 2021
Umsýsluþóknanir 320 123
Laun og tengd gjöld 111 57
Eigið fé 134 20
Afkoma 134 19

Fréttin birtist í Viðsiptablaði vikunnar.