Alfreð hefur gefið út nýtt app sem fengið hefur nafnið Giggó en því er ætlað að hjálpa íslensku gigg-samfélagi svokölluðu. Á Giggó geta einstaklingar og fyrirtæki sett inn smáauglýsingar um verkefni sem þarf að vinna og geta verktakar (e. giggarar) boðið sig fram í verkið.

Alfreð hefur gefið út nýtt app sem fengið hefur nafnið Giggó en því er ætlað að hjálpa íslensku gigg-samfélagi svokölluðu. Á Giggó geta einstaklingar og fyrirtæki sett inn smáauglýsingar um verkefni sem þarf að vinna og geta verktakar (e. giggarar) boðið sig fram í verkið.

Giggarar fá umsögn og einkunnagjöf fyrir frammistöðu sína en stjörnugjöfin gefur til kynna áreiðanleika þeirra sem reyna fyrir sér í gigg-heiminum. Þannig fá giggarar sem veita góða þjónustu meiri möguleika á frekari verkefnum.

„Með Giggó skapast rými fyrir allt hitt, íhlaupavinnu fyrir fólk í leit að minni afmörkuðum verkefnum sem og fyrir þau okkar sem leita að starfskrafti í minni verkefni til skemmri tíma. Þetta getur verið hvað sem er, til dæmis veislustjórn, garðvinna eða sérfræðiþjónusta og allt þar á milli. Hugmyndin er að það sé hægt að finna starfskraft með stuttum fyrirvara og að það sé hægt að treysta á að þjónustan sé góð,” segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs og Giggó.

Í tilkynningu segir að markmiðið með Giggó sé að búa til samfélag þar sem áhersla er á að veita framúrskarandi þjónustu fyrir lítil sem stór verkefni. Hægt er að sækja appið í app verslunum Apple og Android.