Algalíf, sem ræktar örþörunga, tapaði 291 milljón króna á síðasta ári en árið áður nam tapið 224 milljónum.

Rekstrartekjur félagsins námu 1,5 milljörðum, samanborið við 1,2 milljarða árið áður.

Í ársbyrjun gekk félagið frá nýjum lánasamningum auk langtímasamninga vegna allra langtímalána. Þar af leiðandi telja stjórnendur lausafjárhættu í lágmarki.

Hlutafé félagsins var aukið um 387 milljónir í fyrra.

Lykiltölur / Algalíf

2024 2023
Tekjur 1.496  1.163
Eignir 9.004  7.778
Eigið fé 2.477  2.381
Afkoma -291 -224
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.