Fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtæki Alibaba Group áætlar að fjárfesta um 640 milljónum dala í kvikmyndir og sjónvarpsþætti í Hong Kong næstu fimm árin. Tilkynningin kemur í kjölfar mikillar tekjuaukningar hjá fyrirtækinu á kínverska meginlandinu.

Alibaba Digital Media and Entertainment Group segist vilja blása nýju lífi í afþreyingariðnað Hong Kong og fjármagna nýtt efni í einni stærstu fjármálaborg Asíu.

Samningurinn var undirritaður í gær en fjárfestingin verður fjármögnuð af nokkrum fyrirtækjum, þar á meðal Alibaba Pictures og kínversku útgáfunni af Youtube, Youku.

Tekjur Alibaba á síðasta ársfjórðungi 2023 jukust um 18% miðað við sama tíma árið á undan í 710 milljónir dala vegna verkefna Alibaba Pictures.

Fyrirtækið hefur bæði séð um að framleiða afþreyingu og sér Damai, dótturfyrirtæki Alibaba Pictures, um miðasölu en það fyrirtæki þjónustar nú næstum alla tónleika í landinu.