Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands kemur saman 5. febrúar en verðbólgumælingar nóvember, desember og janúar eru þar undir við næstu vaxtaákvörðun.

Að mati greiningar­deildar Kviku banka mun nefndin halda áfram að lækka vexti.

„Við erum enn þeirrar skoðunar að allar líkur séu á að vaxtalækkunar­ferli haldi áfram í takti við hjöðnun verðbólgunnar á fundi nefndarinnar í febrúar. Þótt hlé á hjöðnun verðbólgunnar undan­farna mánuði slái e.t.v. á stemminguna fyrir öðru 50 punkta skrefi þykir okkur ný­leg lækkun verðbólgu­væntinga heimila og fyrir­tækja þung lóð á vogar­skálar jum­bólækkunar,“ segir í spá Kviku.

Að mati greiningar­deildarinnar liggur nefndinni ekki á að losa um raunaðhald peninga­stefnunnar á meðan verðbólga er yfir vik­mörkum, en hún sé þó reiðu­búin að lækka vexti í takti við hjöðnun verðbólgu- og verðbólgu­væntinga með það fyrir augun að koma í veg fyrir hækkun raun­vaxta.

Verðbólgu­spá hljóðar upp á óbreytta ár­s­verðbólgu í janúar­mánuði en ein­skiptis­hækkanir um áramótin eru stærsta ástæða þess.

Bankinn gerir þó ráð fyrir að verðbólga lækki myndar­legar strax í febrúar og hjaðni áfram fram í apríl og því er janúar­mælingin aðeins hraða­hrindun fremur en vegar­tálmi.

Kviku banki spáir því að vísi­tala neyslu­verðs lækki um 0,1% í janúar og verðbólga á árs­grund­velli verði 4,8%.