Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt að allir bílar sem seldir verða í Evrópu hjá fyrirtækinu verði rafvæddir fyrir 2030. Makoto Uchilda, forstjóri fyrirtækisins, segir ákvörðunin verða sú rétta.

Þjóðir hafa einnig reynt að færa sig yfir í orkuskipti, en með misgóðum árangri. Bretar hafa til að mynda frestað banni sínu á nýjum bensín- og dísilbílum frá 2030 til 2035.

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt að allir bílar sem seldir verða í Evrópu hjá fyrirtækinu verði rafvæddir fyrir 2030. Makoto Uchilda, forstjóri fyrirtækisins, segir ákvörðunin verða sú rétta.

Þjóðir hafa einnig reynt að færa sig yfir í orkuskipti, en með misgóðum árangri. Bretar hafa til að mynda frestað banni sínu á nýjum bensín- og dísilbílum frá 2030 til 2035.

Nissan segist einnig ætla að kynna nýtt batterí fyrir viðskiptavini í lok áratugarins sem mun bæði draga úr hleðslutíma og kostnaði. Að sögn forstjóra er markmiðið að draga úr kostnaði rafbíla, þannig að þeir séu ekki dýrari en bensín- og dísilbíla.

„Það getur tekið smá tíma, en við erum að horfa til næstu ára. Nissan mun skipta alfarið yfir í rafmagn fyrir 2030 í Evrópu. Við teljum að þetta sé rétt ákvörðun fyrir fyrirtækið okkar, viðskiptavini og plánetuna,“ segir Makoto.

Forstjórinn segir einnig að fyrirtækið væri að flýta fyrir innlimun nýrrar rafhlöðutækni, þekktar sem all-solide-state batteries (e. ASSB) sem eru bæði léttari, ódýrari og fljótari að hlaða.