Engar fleiri starfsmannabreytingar eru á döfinni hjá Íslandsbanka eftir að þrír stjórnendur hafa látið af störfum undanfarna viku, samkvæmt Jóni Guðna Ómarssyni bankastjóra.
Atli Rafn Björnsson stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans síðastliðinn fjögur ár lét af störfum í gær. Í samtali við Vísi segir Jón Guðni að með þessu sé veið að klára þær breytingar sem bankinn telur rétt að gera.
„Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni við Vísi.
Greint var frá því á laugardaginn að Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, hefði sagt upp störfum.
Birna Einarsdóttir bankastjóri gerði samkomulag um starfslok aðfaranótt miðvikudags.
Regluvörður bankans Rut Gunnarsdóttir hætti í mars á þessu ári eftir að hafa starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2015.
Ingvar Arnarsson forstöðumaður verðbréfamiðlunar sagði upp störfum í fyrra sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar en hann hafði sinnt starfinu frá árinu 2018.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem var forstöðumaður eignastýringar hefur ráðið sig til Fossa.