Engar fleiri starfs­manna­breytingar eru á döfinni hjá Ís­lands­banka eftir að þrír stjórn­endur hafa látið af störfum undan­farna viku, sam­kvæmt Jóni Guðna Ómars­syni banka­stjóra.

Atli Rafn Björns­son stýrði fyrir­tækja­ráð­gjöf bankans síðast­liðinn fjögur ár lét af störfum í gær. Í sam­tali við Vísi segir Jón Guðni að með þessu sé veið að klára þær breytingar sem bankinn telur rétt að gera.

„Með þessu hafa allir þeir stjórn­endur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað á­byrgð,“ segir Jón Guðni við Vísi.

Greint var frá því á laugar­daginn að Ás­mundur Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri á sviði fyrir­tækja og fjár­festa, hefði sagt upp störfum.

Birna Einars­dóttir banka­stjóri gerði sam­komu­lag um starfs­lok að­fara­nótt mið­viku­dags.

Reglu­vörður bankans Rut Gunnars­dóttir hætti í mars á þessu ári eftir að hafa starfað hjá Ís­lands­banka frá árinu 2015.

Ingvar Arnars­son for­stöðu­maður verð­bréfa­miðlunar sagði upp störfum í fyrra sem for­stöðu­maður verð­bréfa­miðlunar en hann hafði sinnt starfinu frá árinu 2018.

Svein­björn Svein­björns­son sem var for­stöðu­maður eigna­stýringar hefur ráðið sig til Fossa.