Kot er íslenskt sprotafyrirtæki sem hefur þróað gagnadrifna fasteignaviðskiptalausn fyrir eigendur fasteignaverkefna sem skilar sér í betri yfirsýn fyrir kaupendur og fasteignasala, sem og í skilvirkari sölu. Þetta segir Róbert Helgason, stofnandi og framkvæmdastjóri Kots. Um sé að ræða nokkurs konar heimabanka fasteignaviðskipta þar sem allir þátttakendur eru leiddir í gegnum viðskipti í skilvirku rauntíma viðmóti, frá tilboði til afsals. Kaupendur hafi allan sólarhringinn aðgengi að tilboðum, viðburðum, framvindu, greiðslum og skjölum.  Eigendur verkefna fái skilvirkt viðmót til þess að halda utan um stöðu hundraða eigna og tilboða í samstarfi við margar fasteignasölur og fasteignasala, allt í rauntíma á einum stað.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði