Fram­virkir samningar í tengslum við S&P 500 vísi­töluna benda til hóf­legra hækkana hluta­bréfa er markaðurinn opnar vestan­hafs um hálf þrjú að ís­lenskum tíma.

Á­ætlað er að vísi­talan muni hækka um tæpt 1% við opnun markaða sem er ekki nóg til að jafna út lækkanir gær­dagsins.

Líkt og Við­skipta­blaðið hefur fjallað um myndaðist tölu­verður sölu­þrýstingur á mörkuðum í gær og féll Nas­daq vísi­talan um 3,4% á meðan S&P 500 vísi­talan fór niður um 3%.

Nikkei vísi­talan féll um 12,4% í Japan að­fara­nótt mánu­dags sem er mesta lækkun á einum við­skipta­degi frá árinu 1987. Vísi­talan tók við sér í gær og hækkaði um 10%.

Gengis­hrun japanskra hluta­bréfa má rekja til vaxta­hækkunar japanska seðla­bankans síðast­liðinn mið­viku­dag. Hækkunin kom banda­rískum fjár­festum sem hafa verið að stunda vaxta­munar­við­skipti með því að taka lán á 0% vöxtum í jenum og kaupa hluta­bréfa í Banda­ríkjunum og á Asíu­markaði.

Þegar seðla­bankinn hækkaði vexti um 25 punkta hefur það á­hrif á á­hættuna af slíkum við­skiptum og losuðu fjöl­margir stórir vogunar­sjóðir við stöðu­tökur sínar í gær til að verja sig fyrir á­hættu. Jenið styrktist í kjöl­farið tölu­vert er sjóðirnir byrjuðu að losa um stöðu­tökur og breyta dölum í jen á ný.

Bankarnir ekki með í endurkomunni

Skráð fé­lög í Japan gáfu eftir allar hækkanir ársins í við­skiptum gær­dagsins en á sama tíma styrktist jenið um­fram allar lækkanir ársins.

Í síðasta mánuði keypti einn dalur 162 jen en í gær stóð dalurinn í 142 jenum á einum tíma­punkti. Banda­ríkja­dalur stendur í um 145 jenum þegar þetta er skrifað.

Þrátt fyrir að Nikkei vísi­talan ætti á­gætis endur­komu í nótt voru banka­bréf þar undan­skilin.

Gengi stærsta banka Japans, Mitsu­bishi UFJ Financial Group eða MUFG, hækkaði um 5,8% í við­skiptum næturinnar eftir um 18% lækkun á mánu­daginn.

Mizu­ho Financial hækkaði um 5,9% eftir um 20% lækkun. Sumi­tomo Mitsui Financial Group hélt á­fram að lækka og fór niður um 2% eftir 16% lækkun á mánu­daginn.

Að lækka vexti í flýti er engin lausn

Í leiðara The Wall Street Journal í dag er því vissu­lega gefið gaum að ótti fjár­festa um mögu­legan efna­hags­sam­drátt í Banda­ríkjunum sé raun­veru­legur en fjár­festar eru þar á­minntir um að anda með nefinu.

Vinnu­markaðs­upp­lýsingar föstu­dagsins sýndu með engum hætti at­vinnu­leysis­tölur benda til þess að kreppa sé yfir­vofandi. Þá er einnig erfitt að sjá hvaða á­hrif 25 punkta vaxtalækkun í júlí fremur en septem­ber myndi hafa á at­vinnu­leysi til skamms tíma.

Í leiðaranum segir að í raun hafi peninga­legt að­hald banda­ríska seðla­bankans ekki verið það mikið eins og sjá má á veru­legri hækkun hluta­bréfa­ á árinu þrátt fyrir ó­breytta vexti sem hafa ekki verið hærri í 22 ár.

Að mati rit­stjórnar WSJ er með öllu ó­víst hvaða efna­hags­legu á­hrif vaxta­lækkun myndi hafa um þessar mundir. Allt tal um 50 punkta neyðar­lækkun er að þeirra mati galin hug­mynd sem myndi lík­legast valda enn meira upp­námi og enn meiri sölu­þrýstingi.