Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hefur lækkað um 2,51% og stendur í 2.788,90 stigum þegar þetta er skrifað. Ef það yrði loka­gildi vísitölunnar yrði það lægsta loka­gildi hennar frá því í lok desem­ber­mánaðar.

Það sem af er degi hafa sjö skráð félög lækkað um meiri en 3% í við­skiptum dagsins.

Augn­lyfja­fyrir­tækið Ocu­lis, sem er tvískráð á Ís­landi og í Bandaríkjunum, leiðir lækkanir en gengi félagsins hefur lækkað um 5,5% í tæp­lega 137 milljón króna við­skiptum í dag.

Líftæknilyfjafélagið Alvotech hefur einnig lækkað um rúm 5% og stendur gengi félagsins í 1.500 krónum. Leita þarf aftur til ágústmánaðar í fyrra til að finna sambærilegt gengi hjá Alvotech.

Hlutabréfaverð Play hefur lækkað um tæp 5% í örviðskiptum í dag og stendur gengið í 0,71 krónum á hlut þegar þetta er skrifað.

Hlutabréf í Amaroq, sem hafa verið á niðurleið síðustu vikur, hafa lækkað um rúm 4% í viðskiptum dagsins. Gengi Amaroq stendur í 161 krónum eftir um 241 milljón króna viðskipti í dag.

Gengi Icelandair hefur lækkað um 4% í 60 milljón króna viðskiptum og stendur gengi flugfélagsins í 1,22 krónum.

JBT Marel hefur lækkað um 3,5% í örviðskiptum. Gengi JBT Marel stendur í 17.750 krónum á hlut en gengi félagsins lokaði í 18.900 krónum í lok febrúar.