Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 1,54% í 1,2 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Vísitalan lokaði í 2.576,69 stigum.
Gengi Oculis leiddi lækkanir er hlutabréfaverð aunglyfjafyrirtækisins fór niður um rúm 4% í 43 milljóna króna viðskiptum. Dagslokagengi Oculis var 2.320 krónur.
Hlutabréfaverð Amaroq lækkaði einnig um 4% í 60 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi Amaroq var 144 krónur á hlut.
Hlutabréfaverð Íslandsbanka lækkaði síðan um 3,5% í 140 milljón króna viðskiptum og fór gengið niður í 110,5 krónur á hlut.
Almennt hlutafjárútboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í dag kl. 8:30 og gert er ráð fyrir að því ljúki fimmtudaginn kl. 17.
Grunnmagn útboðs nær til allt að 376.094.154 hluta í Íslandsbanka hf, eða 20% af heildarhlutafé bankans.
Miðað við útboðsgengi í tilboðsbók A má ætla að söluandvirði ríkisins verði a.m.k. 40 milljarðar króna ef full áskrift fæst.
Útboðsgengi fyrir tilboðsbók A, þ.e. fyrir einstaklinga með íslenska kennitölu, er 106,56 krónur á hvern útboðshlut.
Verðið byggði á meðalverði hlutabréfa í Íslandsbanka hf. síðustu 15 daga fyrir birtingu útboðslýsingar, með 5% fráviki.
Dagslokagengi Íslandsbanka var sem fyrr segir 110,5 krónur á hlut og er því frávikið milli þess að kaupa á markaði eða taka þátt í útboði ríkisins komið niður í 3,6%.
Gengi Alvotech lækkaði einnig í viðskiptum dagsins. Hlutabréfaverð líftæknilyfjafélagsins fór niður um 2,5% í 115 milljón króna viðskiptum.
Dagslokagengi Alvotech var 1.345 krónur.