Skemmtistaðurinn Nína opnaði í byrjun mánaðar við Hverfisgötu 20 þar sem veitingastaðurinn Punk var áður til húsa. Veitingastaðurinn Amber og Astra hafði síðan opnað í millitíðinni í sama húsnæði en þó í stuttan tíma.

Mennirnir á bak við staðinn eru þeir Sindri Snær Jensson, Jón Davíð Davíðsson, Ólafur Alexander Ólafsson og Sigurður Stefán Bjarnason en þeir reka einnig skemmtistaðinn Auto á Lækjargötu.

Slagorð Nínu er: Alltaf vín, stundum sport og segja eigendur að viðtökurnar hafi verið frábærar yfir opnunarhelgi og að það hafi líka verið þétt setið á mánudeginum eftir lokapróf háskólanema.

Ólafur Alexander Ólafsson, einn af eigendum Nínu, segir að hugmyndin hafi verið að koma með nýjung inn í skemmtistaðabransann. Þeir hafi verið saman á fundi á skrifstofu þeirra í húsnæði við Hverfisgötu og rekið augun í rýmið sem nú hýsir nýja barinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.