Al­mennir fjár­festar stukku á tæki­færið er þeir fengu að fjár­festa í einka­reknum fast­eigna­fjár­festinga­sjóðum (e. Private real-esta­te invest­ment trust, REIT) stóru eignar­halds­fé­laganna vestan­hafs fyrir um sjö árum síðan.

Fram að því höfðu eignar­halds­fé­lögin einungis sótt í líf­eyris­sjóði fag­fjár­festa og þjóðar­sjóði og var að­koma al­mennings nær engin. Um er að ræða sjóði sem eiga at­vinnu- eða iðnaðar­hús­næði og greiða háar arð­greiðslur af leigu­tekjunum sem þeir afla.

Sam­kvæmt The New York Times hefur það þó reynst þrautinni þyngri fyrir al­menning að taka fé sitt úr sjóðunum.

Black­stone kynnti einn fyrsta fast­eigna­fjár­festingar­sjóðinn sem var í eigu eignar­halds­fé­lags í byrjun árs 2017 og voru komnir 12 slíkir sjóðir á markað í júní með eignir fyrir um 110 milljarða dali.

Sjóðirnir voru ein­stak­lega að­laðandi fjár­festingar­kostir þegar stýri­vextir voru lágir og greiddu þeir út arð sem sam­svaraði um 4% af eigna­safni þeirra. Þetta breyttist skyndi­lega árið 2022 þegar vextir byrjuðu að hækka og nú skildu jafn­vel öruggustu ríkis­skulda­bréf sam­bæri­legri á­vöxtun.

Háir vextir hafa líka haft afar nei­kvæð á­hrif á at­vinnu­hús­næði í Banda­ríkjunum.

Um 100 fast­eigna­fjár­festingar­sjóðir eru skráðir á markað og lenda fjár­festar þar í engum vand­kvæðum við að selja í sjóðunum. Fer það fram með sama hætti og að kaupa og selja hluta­bréf.

Hins vegar eru einka­reknu sjóðirnir sem eru í stýringu hjá eignar­halds­fé­lögunum með önnur skilyrði. Sér­stakar reglur gilda um bæði al­menna og fag­fjár­festa en venju­lega þarf að líða um fimm ár áður hægt er að innleysa fé.

Al­mennir fjár­festar mega síðan ekki taka út meira en 5% af eignum sínum á hverjum árs­fjórðungi en REIT-sjóðir í einka­eigu hafa nú verið að setja enn strangari skil­yrði.

Einn stærsti einka­rekni REIT-sjóðurinn, sem er í eigu Starwood, herti skil­yrðin fyrir út­tekt í maí. Starwood til­kynnti að fé­lagið myndi einungis ráðast í endur­kaup að verð­mæti 1% af virði eigna sjóðsins á hverjum árs­fjórðungi en upp­haf­lega stóð til að kaupa um 5 prósent.

Sjóðurinn hafnaði síðan öllum út­tektar­beiðnum þar sem hann vildi ekki neyðast til að selja fast­eignir sem höfðu lækkað í verði til að mæta þeim.

Í árs­byrjun 2023 hertu Black­stone og KR hver um sig á út­tektar­mörkunum og höfnuðu einnig mörgum út­tektar­beiðnum með sömu rökum.

Á nokkrum árs­fjórðungum fengu fjár­festar þó fé sitt úr sjóðunum en á­kvörðun Starwood í byrjun sumars er sögð hafa í­trekað vand­ræði sjóðanna og erfiðleika fjárfesta við að komast úr þeim.

Eignasafn sjóðanna hefur einnig lækkað töluvert og því eru þeir ekki jafn aðlaðandi fjárfestingarkostur og áður.

REIT-vísi­talan, FTSE Nareit Index, hefur hún lækkað um 22% frá árinu 2021.