Hildur Sverris­dóttir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að sínu viti sé frum­kvæðis­at­hugun stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar um lög­mæti net­sölu á­fengis brot á þing­sköpum.

Minni­hluti nefndarinnar ákvað að hefja rannsókn netsölunni í vor en Hildur og Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lagst gegn því að stjórnmálin séu nýtt með þessum hætti.

Hildur Sverris­dóttir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að sínu viti sé frum­kvæðis­at­hugun stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar um lög­mæti net­sölu á­fengis brot á þing­sköpum.

Minni­hluti nefndarinnar ákvað að hefja rannsókn netsölunni í vor en Hildur og Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lagst gegn því að stjórnmálin séu nýtt með þessum hætti.

„Hér er um brot á þing­sköpum að ræða að mínu viti. Þing­sköp segja skýrt að hlut­verk stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar í frum­kvæðis­at­hugunum sé að skoða á­kvarðanir ein­stakra ráð­herra eða verk­lag þeirra. Ekkert slíkt er um að ræða í máli þessu,“ sagði Hildur á Al­þingi í dag.

Borgarar kvaddir í pólitíska yfirheyrslu

Minni­hluti nefndarinnar boðaði á fund sinn Árna Guð­munds­son frá For­eldra­sam­tökum gegn á­fengis­aug­lýsingum, Björn Sæ­var Einars­son og Aðal­stein Gunnars­son frá IOGT á Ís­landi, Sig­rúnu Ósk Sigurðar­dóttur og Svein Víking Árna­son frá Á­fengis- og tóbaks­verslun ríkisins og Arnar Sigurðs­son frá Sante.is.

„Það er ekki hlut­verk stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar að hlutast til um saka­mála­rann­sóknir í þessu landi. Það er ekki hlut­verk stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar að spyrja á­kveðinna lög­spurninga út í loftið og ég tala nú ekki um þegar borgarar þessa lands eru kvaddir fyrir stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd til að sitja í ein­hvers konar pólitískri yfir­heyrslu af minni­hlutanum,” sagði Hildur á Al­þingi í morgun.

Í bókun Hildar og Berg­lindar segir að net­salan hafi verið kærð til lög­reglu og sé það hið lög­form­lega ferli saka­mála.

Telji á­kæru­valdið að net­sala á­fengis sé refsi­verð er gefin út á­kæra og að lokum ber dóm­stóla að skera úr um lög­mæti hennar.

Nefndin misnotuð í pólitískum tilgangi

Að mati Hildar vegur ákvörðun nefndarinnar að hafa afskipti af því lögformlega ferli með að sjálfstæði ákæruvaldsins og dómstóla þungt, en sakamál eiga að vera laus frá afskiptum stjórnmálanna.

„Við gagn­rýnum að sjálf­stæði á­kæru­valds og dóms­valds sé þarna haft að engu. Það er al­var­legt þegar pólitíkin ætlar að hlutast til um saka­mál í þessu landi. En hér vil ég segja al­gjör­lega skýrt að það er ekkert nema sjálf­sagt að hafa skoðanir á net­verslun á­fengis. Hæstv. dóms­mála­ráð­herra mun hér eftir nokkrar vikur koma fram með frum­varp um net­sölu á­fengis. Við munum taka þátt í þeirri um­ræðu eins og sjálf­sagt er í þessari pontu. En við mis­notum ekki stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd í pólitískum til­gangi,” sagði Hildur á Al­þingi.