Gengi 16 félaga af 23 lækkaði í viðskiptum dagsins, sem hljóðuðu upp á einn milljarð króna. Marel lækkaði mest allra félaga á markaði, um 2,6% í 190 milljóna veltu. Þá lækkaði Arion um 2,3%, Kvika um 2,1% og Íslandsbanki um 1%.

Icelandair lækkaði um 1,8% og stendur gengi félagsins nú í 1,61 krónum.

Alvotech er eina félagið sem hækkaði á aðalmarkaði í dag, um 3,3% í 100 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa Alvotech hækkaði um 27% í gær og er í dag verðmætasta félagið í Kauphöllinni. Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 97% síðastliðinn mánuð og stendur nú í 1.550 krónum.

Á First North markaðnum lækkaði Play um 0,75% í óverulegum viðskiptum. Hampiðjan hækkaði um 2,7% í rúmlega 100 milljón króna viðskiptum.