Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði um 14,4% í yfir 600 milljóna króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Gengi hlutabréfa Alvotech stóð í 1.190 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar en til samanburðar var dagslokagengi félagsins síðast hærra í byrjun apríl.
Líftæknifyrirtækið birti uppgjör eftir lokun Kauphallarinnar í gær og hækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2025, líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun. Jafnframt boðaði félagið skráningu á Nasdaq markaðinn í Svíþjóð síðar í mánuðinum.
Heildartekjur Alvotech á fyrsta fjórðungi ársins jukust um 260% milli ára og voru 132,8 milljónir dala, eða um 17 milljarðar króna. Tekjurnar voru yfir spám greinenda sem höfðu að meðaltali gert ráð fyrir að þær yrðu í kringum 106 milljónir dala. Aðlögð EBITDA framlegð nam 20,5 milljónum dala og var um helmingi yfir spám greinenda, samkvæmt frétt Innherja.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,7% í hátt í 3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Nova hækkaði næst mest af félögum Kauphallarinnar eða um 4,4% í yfir hundrað milljóna króna veltu. Gengi Nova, sem birti uppgjör eftir lokun Kauphallarinnar í gær, stendur í 4,72 krónum á hlut og er um 10% hærra en í upphafi hafs.
Gengi Sýnar, sem greindi í gær frá 344 milljóna tapi á fyrsta fjórðungi, lækkaði mest af eða um 3,1% í og stendur nú í 24,8 krónum á hlut.