Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í 2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Mesta veltan, eða um 420 milljónir króna, var með hlutabréf Alvotech sem hækkuðu um 2,8%, mest af félögum Kauphallarinnar. Gengi hlutabréfa Alvotech stóð í 1.675 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í 2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Mesta veltan, eða um 420 milljónir króna, var með hlutabréf Alvotech sem hækkuðu um 2,8%, mest af félögum Kauphallarinnar. Gengi hlutabréfa Alvotech stóð í 1.675 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar.

Líftæknilyfjafyrirtækið birti í morgun óendurskoðaða áætlun um rekstrarniðurstöðu á fyrri helmingi þessa árs þar sem gert er ráð fyrir að heildartekjur félagsins verði á bilinu 196-201 milljón dala, eða allt að 28 milljarðar króna.

Auk Alvotech þá hækkuðu hlutabréf Arion banka og Icelandair um meira en 1% í dag.

Fjögur félög lækkuðu um meira en 1% í viðskiptum dagsins. Þar af lækkaði hlutabréfaverð Heima mest, eða um 2% í 59 milljóna veltu. Gengi Heima stendur nú í 24,2 krónum á hlut en hefur engu að síður hækkað um 4% undanfarinn mánuð.