Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% í 2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Hlutabréf sextán félaga hækkuðu og tveggja lækkuðu í viðskiptum dagsins.

Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka, eða tæplega 380 milljónir króna. Arion banki hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar í dag eða um 1,1% og stendur gengi bankans nú í 177,5 krónum á hlut.

Hlutabréf sex félaga aðalmarkaðarins lækkuðu um meira en eitt prósent í dag. Gengi Alvotech lækkaði mest eða um 4,2% í 182 milljóna króna veltu. Hlutabréfaverð Alvotech stendur nú í 1.025 krónum á hlut.

Gengi Alvotech hefur fallið um 6% frá því að félagið birti hálfsársuppgjör fyrir viku síðan.

Meðal annarra félaga sem lækkuðu um meira en eitt prósent í dag voru Icelandair og Síldarvinnslan. Síðarnefnda félagið tilkynnti í morgun um að það myndi taka þátt í áformaðri hlutafjáraukningu Arctic Fish fyrir 2 milljarða króna.