Úrvalsvísitalan lækkaði um hálft prósent í 2,3 milljarða króna viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Sautján félög aðalmarkaðarins voru rauð í viðskiptum dagsins.
Alvotech leiddi lækkanir en gengi lyfjalíftæknifyrirtækisins féll um 10,2% í 70 milljóna viðskiptum. Gengið Alvotech stendur nú í 1.150 krónum á hlut sem er þó 11% hækkun frá skráningu á aðalmarkaðinn á fimmtudaginn síðasta.
Níu önnur félög á aðalmarkaðnum lækkuðu um meira en eitt prósent.
Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka sem féllu um 0,6% í 467 milljóna viðskiptum. Gengi Arion stendur nú í 158 krónum. Þá féll gengi Marels um 0,4% í nærri 300 milljóna viðskiptum og stendur nú í 510 krónum.