Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech leiddi hækkanir á aðal­markaði í dag er gengi líftækni­lyfjafélagsins fór upp um rúm 4% í 743 milljón króna veltu.

Gengi Al­vot­ech hefur nú hækkað um rúm 19% síðastliðinn mánuð en hluta­bréfa­verð félagsins fór upp um rúm 18% síðastliðið ár. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.850 krónur.

Gengi Ís­lands­banka hækkaði um 2% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengi bankans 126,5 krónur.

Hluta­bréfa­verð líftækni­lyfjafélagsins Ocu­lis hækkaði einnig um tæp 2%. Gengi félagsins lokaði í 2.420 krónum en hæsta dagsloka­gengi Ocu­lis var 2.460 krónur í byrjun nóvember­mánaðar.

Líftækni­lyfjafélagið mun ganga frá um­sókn um markaðs­leyfi á OCS-01 hjá Mat­væla- og lyfja­eftir­liti Bandaríkjanna (FDA) á fyrsta fjórðungi þessa árs.

Gengi Icelandair leiddi lækkanir á aðal­markaði er gengi flug­félagsins fór niður um 2%. Dagsloka­gengi Icelandair var 1,43 krónur.

Hluta­bréfa­verð Sýnar lækkaði einnig um tæp 2% í við­skiptum dagsins og lokaði gengið í 31,6 krónum.

Heildar­velta á markaði var 3,8 milljarðar og hækkaði úr­vals­vísi­talan um 0,81% í við­skiptum dagsins.