Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði um rúmt 1% í viðskiptum dagsins og hefur gengi líftæknilyfjafélagsins því hækkað um 5% á árinu. Alvotech leiðir þannig hækkanir í kauphöllinni í byrjun árs.
Dagslokagengi Alvotech var 1.860 krónur eftir um 20% hækkun síðastliðinn mánuð.
Augnlyfjafyrirtækið Oculis kemur þar á eftir en gengi félagsins hefur hækkað um rúm 4% á fyrstu þremur viðskiptadögum ársins.
Dagslokagengi Oculis var 2.480 krónur og hefur gengi félagsins aldrei verið hærra en eftir örlitla hækkun í tæplega 300 milljón króna veltu í dag.
Hlutabréfaverð Amaroq hélt áfram að hækka í viðskiptum dagsins er gengið fór upp um 1% í 142 milljón króna veltu.
Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 20% síðastliðinn mánuð og var dagslokagengið 184,5 krónur.
Mesta veltan var með bréf Kviku banka er gengi bankans lækkaði örlítið í 376 milljóna króna veltu.
Úrvalsvísitalan OMXI15 hækkaði um 0,17% og var heildarvelta á markaði 3,3 milljarðar.