Íslensk hlutabréf hafa hækkað það sem af er degi en markaðir hafa hækkað í meira í Evrópu. Hækkanir hafa einnig verið í framvirkum viðskiptum á Wall Street.

OMXI15 hefur hækkað um 1,69% það sem af er morgni í heldur litlum viðskiptum.

Hlutabréf Alvotech hafa hækkað mest eða 6,16% í 24 milljóna króna viðskiptum og stendur gengið í 1.120 krónum.​

Amaroq hefur hækkað um 3,57%, viðskiptin eru 93 milljónir króna og gengið stendur í 130,50 krónum.

Oculis fylgir fast á eftir með með 3,38% hækkun og setndur gengið í 2.140 krónum.​ Viðskiptin nema 44 milljónum króna.

Engin félög hafa lækkað í morgun en viðskipti með sjö þeirra hafa verið engin.