Úrvalsvísitalan féll um 0,2% í 3,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan eða um einn milljarður króna var með hlutabréf Marels sem hækkuðu um 0,4%. Gengi Marels stendur nú í 554 krónum á hlut.

Meðal annarra félaga sem hækkuðu voru Eimskip um 0,9%, Arion um 0,3% og Íslandsbanki um 0,3%.

Hlutabréfaverð Reita lækkaði um 4,2%, mest af félögum Kauphallarinnar, og endaði daginn í 79 krónum. Dagslokagengi fasteignafélagsins hefur ekki verið lægra síðan í október 2021.

Þá lækkaði gengi Alvotech um 3,6% í 280 milljóna veltu og stendur nú í 1.890 krónum. Hlutabréf Festi, VÍS, Sjóvár, og Icelandair lækkuðu einnig um 1% eða meira.