Al­vot­ech og STADA til­kynntu í morgun að fyrir­tækin hafi út­víkkað sam­starf sitt með samningi um markaðs­setningu AVT03, fyrir­hugaðrar líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Proli­a og X­geva (denosumab).

Frum­lyfin, sem eru nú á loka­stigi klínískra rann­sókna, eru annars vegar notuð til með­ferðar við bein­þynningu og hins vegar við sjúk­dómum í beinum sem tengjast krabba­meini.

Í til­kynningu segir að sam­kvæmt samningnum muni Al­vot­ech sjá um alla þróun og fram­leiðslu, en STADA fær rétt til sölu og markaðs­setningar. STADA fer með sam­eigin­legan rétt á Evrópska efna­hags­svæðinu og í Bret­landi, en einka­rétt í nokkrum Mið-Asíu­ríkjum og Mið-Austur­löndum.

„Þar sem STADA er leiðandi í sölu lyfja gegn bein­þynningu, sjáum við mikil tæki­færi í að bjóða sjúk­lingum og með­ferðar­aðilum upp á aukin úr­ræði með þessari fyrir­huguðu hlið­stæðu við Proli­a og X­geva. Þar sem við erum þegar með sterka markaðs­hlut­deild í líf­tækni­lyfja­hlið­stæðum sem notaðar eru til með­ferðar við krabba­meini, mun þetta aukna sam­starf við Al­vot­ech gera okkur kleift að nýta betur stöðu okkar á þessum markaði,“ sagði Bry­an Kim, yfir­maður sér­lyfja­deildar STADA.

„Við hlökkum til þess að vinna með STADA að því að bæta að­gengi sjúk­linga að hlið­stæðu við Proli­a og X­geva, eins og við höfum þegar gert með hlið­stæðu okkar við Humira. Aukið sam­starf fé­laganna sýnir glögg­lega sér­stöðu Al­vot­ech sem er byggð á sér­hæfingu og full­kominni að­stöðu til þróunar og fram­leiðslu líf­tækni­lyfja­hlið­stæða,“ sagði Anil Okay, fram­kvæmda­stjóri við­skipta hjá Al­vot­ech.

Í tilkynningu segir að am­kvæmt nýjustu gögnum International Osteopor­osis Founda­tion (IOF) er áætlað að 32 milljónir Evrópu­búa, eða tæp 6% íbúa álfunnar sem náð hafa 50 ára aldri, hafi verið með ein­kenni bein­þynningar á árinu 2019.

Samkvæmt samtökunum sem beita sér fyrir bættum hag sjúk­linga með bein­þynning var yfir­gnæfandi meiri­hluti þeirra sem greindust með ein­kenni bein­þynningar, eða fjórir af hverjum fimm ein­stak­lingum, sem eru 25,5 milljón manns, voru kven­kyns.

IOF á­ætlar að beinn kostnaður á árinu 2019 vegna bein­brota sem rekja má til bein­þynningar hafi saman­lagt numið um 8.500 milljörðum króna (56,9 milljörðum evra) í Evrópu­sam­bands­ríkjunum, Sviss og Bret­landi.