Al­vot­ech og Teva Pharmaceuti­cals, banda­rískt dóttur­fé­lag Teva Pharmaceuti­cal Industries Ltd. hafa á­kveðið að auka sam­starf sitt á sviði þróunar, fram­leiðslu og markaðs­setningar á líf­tækni­lyfja­hlið­stæðum.

Teva hefur jafn­framt á­kveðið að fjár­festa í víkjandi skulda­bréfum Al­vot­ech með breyti­rétti í hluta­bréf, að and­virði 5,2 milljarðar króna miðað við nú­verandi gengi (40 milljónir Banda­ríkja­dala).

Sam­kvæmt til­kynningu frá Al­vot­ech verður fjár­festing Teva nýtt til á­fram­haldandi lyfja­þróunar.

Teva og Al­vot­ech vinna saman að því að tryggja tryggja markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum fyrir AVT02, fyrir­hugaða líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu með út­skipti­leika við Humira í háum styrk, sem var nýlega hafnað af Mat­væla- og lyfja­­eftir­­lit Banda­­ríkjanna (FDA).

Felur samkomulagið í sér aukna þátt­töku Teva í undir­búningi fyrir væntan­lega út­tekt FDA á fram­leiðslu­að­stöðu Al­vot­ech, og er starfs­fólk Teva til staðar til að veita ráð­gjöf varðandi gæða­eftir­lit og fram­leiðslu.

Nú­verandi sam­starf Teva og Al­vot­ech nær til til fjögurra annarra líf­tækni­lyfja­hlið­stæða. Þar á meðal er AVT04, fyrir­huguð líf­tækni­lyfja­hlið­stæða við Stelara en FDA er með um­sókn félaganna tveggja fyrir AVT04 nú til af­greiðslu.

Unnið að lausn á athugasemdum FDA

Róbert Wess­man, stjórnar­for­maður og for­stjóri Al­vot­ech, fagnar auknu sam­starfi fé­laganna tveggja í frétta­til­kynningu.

„Við vinnum mark­visst að undir­búningi til að tryggja far­sæla niður­stöðu úr út­tekt FDA og erum að klára að leysa úr öllum at­huga­semdum sem fram komu frá eftir­litinu. Mark­miðiðið er að koma líf­tækni­lyfja­hlið­stæðum okkar sem fyrst í hendur sjúk­linga í Banda­ríkjunum.“

„Mark­mið Teva er að vera leiðandi á markaði fyrir líf­tækni­lyfja­hlið­stæður og við leggjum sem fyrr á­herslu á sam­starfið við Al­vot­ech,“ sagði Sven Det­hlefs, fram­kvæmda­stjóri við­skipta fyrir Teva í Norður-Ameríku. „Við erum bjart­sýn á horfur fyrir nýju lyfin í sam­starfinu og að þróun AVT02 og AVT04 muni skila góðum árangri.“