Al­vot­ech til­kynnti í morgun að fyrir­tækið hefði selt breytan­leg skulda­bréf að and­virði 100 milljónir Banda­ríkja­dala, um 13,2 milljarðar króna miðað við nú­verandi gengi, í lokuðu út­boði til hæfra fjár­festa á Ís­landi.

Til­boð bárust frá hæfum fjár­festum í skulda­bréf að and­virði um 70,1 milljón dollara (9,2 milljarðar króna á nú­verandi gengi) og fjár­festir ATP Holdings ehf. í þeim skulda­bréfum sem eftir standa. Upp­gjör við­skiptanna er á­ætlað 11. ágúst nk.

Al­vot­ech á­kvað í síðustu viku fara í lokað út­­boð til hæfra fjár­­festa á víkjandi skulda­bréfum með breyti­rétti yfir í al­­menn hluta­bréf.

Til­kynningom kom sam­hliða því að fyrir­tækið til­kynnti um aukið sam­starf við Teva Pharmaceuti­­cals, banda­rískt dóttur­­­fé­lag Teva Pharmaceuti­­cal Industries Ltd. en Teva mun koma að undir­­­búningi fyrir væntan­­­lega út­­­tekt FDA á fram­­­leiðslu­að­­­stöðu Al­vot­ech.

Al­vot­ech til­kynnti í morgun að fyrir­tækið hefði selt breytan­leg skulda­bréf að and­virði 100 milljónir Banda­ríkja­dala, um 13,2 milljarðar króna miðað við nú­verandi gengi, í lokuðu út­boði til hæfra fjár­festa á Ís­landi.

Til­boð bárust frá hæfum fjár­festum í skulda­bréf að and­virði um 70,1 milljón dollara (9,2 milljarðar króna á nú­verandi gengi) og fjár­festir ATP Holdings ehf. í þeim skulda­bréfum sem eftir standa. Upp­gjör við­skiptanna er á­ætlað 11. ágúst nk.

Al­vot­ech á­kvað í síðustu viku fara í lokað út­­boð til hæfra fjár­­festa á víkjandi skulda­bréfum með breyti­rétti yfir í al­­menn hluta­bréf.

Til­kynningom kom sam­hliða því að fyrir­tækið til­kynnti um aukið sam­starf við Teva Pharmaceuti­­cals, banda­rískt dóttur­­­fé­lag Teva Pharmaceuti­­cal Industries Ltd. en Teva mun koma að undir­­­búningi fyrir væntan­­­lega út­­­tekt FDA á fram­­­leiðslu­að­­­stöðu Al­vot­ech.

Skulda­bréfin í ís­­lenskum krónum eru skráð til við­­skipta á Nas­daq First North Growth markaðnum og bera 15% vexti á árs­­grund­velli, með tveimur vaxta­­gjald­dögum á ári.

Al­vot­ech gerir ráð fyrir að nota féð til á­fram­haldandi þróunar á líf­tækni­lyfja­hlið­stæðum.

Sam­kvæmt samningi fé­lagsins við ATP Holdings ehf., fé­lags tengt Aztiq Pharma Partners S.a. r.l. sem er stærsti hlut­hafi Al­vot­ech, var ATP Holdings ehf. skuld­bundið til að kaupa öll skulda­bréf í út­boðinu sem ekki yrðu seld öðrum fjár­festum sam­kvæmt gildandi til­boðum, allt að and­virði 100 milljóna dollara.

Sam­kvæmt til­kynningu mun Al­vot­ech gefa út skulda­bréf með loka­gjald­daga 20. desember 2025, í áður út­gefnum flokki með út­gáfu­dag 20. desember 2022. Skulda­bréf í ís­lenskum krónum eru skráð til við­skipta á Nas­daq First North Growth markaðnum.

Al­vot­ech gerir ráð fyrir að nota féð til á­fram­haldandi þróunar á líf­tækni­lyfja­hlið­stæðum.

Sam­kvæmt samningi fé­lagsins við ATP Holdings ehf., fé­lags tengt Aztiq Pharma Partners S.a. r.l. sem er stærsti hlut­hafi Al­vot­ech, var ATP Holdings ehf. skuld­bundið til að kaupa öll skulda­bréf í út­boðinu sem ekki yrðu seld öðrum fjár­festum sam­kvæmt gildandi til­boðum, allt að and­virði 100 milljóna dollara.

Sam­kvæmt til­kynningu mun Al­vot­ech gefa út skulda­bréf með loka­gjald­daga 20. desember 2025, í áður út­gefnum flokki með út­gáfu­dag 20. desember 2022. Skulda­bréf í ís­lenskum krónum eru skráð til við­skipta á Nas­daq First North Growth markaðnum.

Eig­endur skulda­bréfanna hafa rétt til þess að breyta upp­runa­legum höfuð­stól auk á­fallinna vaxta og á­vöxtunar, að hluta eða öllu leyti, í al­menn hluta­bréf í Al­vot­ech á föstu gengi, sem er 10 dollarar á hlut. Breyti­réttinn má nýta að hluta eða öllu leyti þann 31. desember nk. eða 30. júní 2024.

Ráð­gjafar Al­vot­ech við út­gáfuna voru Acro verð­bréf og fyrir­tækja­ráð­gjöf Lands­bankans.