Tekjur Al­vot­ech jukust til muna á fyrsta fjórðungi og er gert ráð fyrir að þær fimm­faldist milli ára.

Tekjur líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech námu 37 milljónum dala á fyrsta árs­fjórðungi sem sam­svarar um 5 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins. Um tölu­verða hækkun er að ræða á milli ára en tekjur fé­lagsins á fyrsta árs­fjórðungi 2023 námu 16 milljónum dala.

Fram­legð fé­lagsins á fyrsta fjórðungi 2024 var 17 milljónir dala, sem er 40 milljóna dollara aukning frá sama tíma­bili í fyrra en líkt og Við­skipta­blaðið hefur greint frá gerði Al­vot­ech ný­verið sölu­samninga um markaðs­setningu í Banda­ríkjunum á líf­tækni­lyfja­hlið­stæðunni við Humira og áfyrir­hugaðri hlið­stæðu við Proli­a og X­geva í Banda­ríkjunum og Evrópu.

„Í ljósi hag­felldrar þróunar í markaðs­málum og lyfja­þróun, upp­færum við af­komu­spána fyrir árið, hækkum tekju­spá úr 300-400 milljónum dala í 400-500 milljónir dala og spáum því nú að EBITDA verði í efri mörkum þess sem við höfðum áður gert ráð fyrir, eða á bilinu 100 – 150 milljónir dala,“ segir Joel Mor­a­les, fjár­mál­stjóri Al­vot­ech, í upp­gjörinu.

Sam­kvæmt af­komu­spá Al­vot­ech fyrir árið 2024, sem birtist í mars­mánuði, var gert ráð fyrir tekjum á bilinu 300- 400 milljónir dala í ár.

Sam­kvæmt árs­upp­gjöri 2023 námu tekjur fé­lagsins 93,4 milljónum dala í fyrra sem var 10% aukning frá árinu áður. Ný upp­færð tekju­spá gerir því ráð fyrir um fimm­földum tekju­vexti milli ára.

„Þetta er þegar orðið eitt við­burða­ríkasta ár í sögu Al­vot­ech. Frá því að við birtum upp­gjör fyrir síðasta ár höfum við fagnað markaðs­leyfi frá Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkjanna (FDA) fyrir AVT04, líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu okkar við Stelara, undir­ritað mikil­vægan samning um sölu- og markaðs­setningu í Banda­ríkjunum á hlið­stæðunni við Humira og samið um sölu í Banda­ríkjunum og Evrópu á AVT03, fyrir­hugaðri hlið­stæðu við Proli­a og X­geva. Þá er Teva, sam­starfs­aðili okkar í Banda­ríkjunum, að ná góðum árangri í við­ræðum um greiðslu­þátt­töku fyrir hlið­stæðuna við Humira við banda­rísku tryggingar­fé­lögin,“ segir Róbert Wess­man, stjórnar­for­maður og for­stjóri Al­vot­ech í upp­gjörinu.

Töpuðu um 30 milljörðum á fyrsta fjórðungi

Þann 31. mars sl. átti fé­lagið 64,8 milljónir dala í lausu fé, að undan­skildum 25 milljónum dala í bundnu fé. Þá námu heildar­skuldir fé­lagsins 978,1 milljónum dala að með­töldum 37,6 milljóna dala næstu árs af­borgun.

Bók­fært tap Al­vot­ech á fyrsta árs­fjórðungi nam 218,7 milljónum dala saman­borið við 276,2 milljóna dala tap á sama tíma­bili í fyrra. Tapaði Alvotech því um 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi á gengi dagsins.

Í upp­gjörinu segir að tapið megi að stórum hluta rekja til gang­virðis­breytinga á af­leið­utengdum skuldum. Gang­virðis­breytingarnar eru færðar í upp­gjörinu sem fjár­magns­gjöld en fjár­magns­gjöld Al­vot­ech námu 184,1 milljón dala á fyrsta árs­fjórðungi, saman­borið við 207,6 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

Gjöldin eru til­komin vegna gang­virðis­breytinga á af­leið­utengdum skuldum, sem námu 140,9 milljónum dala á fyrsta árs­fjórðungi 2024, en 179,1 milljón dala á sama tíma­bili í fyrra.

„Góður gangur er jafn­framt í lyfja­þróunar­verk­efnunum. Við kynntum ný­lega já­kvæðar niður­stöður úr saman­burðar­rann­sókn á sjúk­lingum sem stað­festir klíníska virkni AVT06, fyrir­hugaðrar hlið­stæðu við Ey­lea. Þá birtum við já­kvæðar niður­stöður úr rann­sókn sem stað­festi klíníska virkni AVT05, fyrir­hugaðrar hlið­stæðu við Simponi og Simponi Aria. Við stefnum á að sækja um markaðs­leyfi fyrir a.m.k. þrjú ný lyf seinni hluta ársins og þær á­ætlanir standast fylli­lega,“ segir Róbert Wess­man.