Samkvæmt kauphallartilkynningu frá Amaroq gerði málmleitarfélagið samkomulag við eigendur breytanlegra skuldabréfa félagsins um að þeir nýti breytirétt sinn í hlutabréf í félaginu.
Andvirði höfuðstóls skuldabréfanna eru 22,4 milljónir bandaríkjadala sem samsvarar um þremur milljörðum króna á gengi dagsins.
Samkvæmt Amaroq einfaldar breytingin efnahagsreikning félagsins, dregur úr vaxtabyrði og eykur fjárhagslegan sveigjanleika til framtíðar.
Breytanlegu bréfin voru gefin út í byrjun september í fyrra en skilmálum hefur nú verið breytt með þeim hætti að heimilt verður að breyta áföllnum vöxtum og skuldbindingargjaldi (e. commitment fee) í hlutabréf í félaginu á verði sem samsvarar síðasta lokaverði hlutabréfanna á TSX Venture Exchange fyrir umbreytingu.
Félagið tilkynnir jafnframt að eigendur breytanlegu skuldabréfanna hafi ákveðið að breyta öllum útistandandi höfuðstól skuldabréfanna í 33.629.068 hlutabréf á genginu 0,90 Kandadölum ásamt öllum áföllnum vöxtum í 1.293.356 hlutabréf á genginu 1,3 kandadal
Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun voru 2,2 milljarða króna utanþingsviðskipti með bréf Amaroq er breytanlegum skuldabréfum var breytt í hlutabréf.
Um 17,5 milljón hluti var að ræða.