Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu frá Amaroq gerði málm­leitar­fé­lagið sam­komu­lag við eig­endur breytan­legra skulda­bréfa fé­lagsins um að þeir nýti breyti­rétt sinn í hluta­bréf í fé­laginu.

And­virði höfuð­stóls skulda­bréfanna eru 22,4 milljónir banda­ríkja­dala sem sam­svarar um þremur milljörðum króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt Amaroq ein­faldar breytingin efna­hags­reikning fé­lagsins, dregur úr vaxta­byrði og eykur fjár­hags­legan sveigjan­leika til fram­tíðar.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu frá Amaroq gerði málm­leitar­fé­lagið sam­komu­lag við eig­endur breytan­legra skulda­bréfa fé­lagsins um að þeir nýti breyti­rétt sinn í hluta­bréf í fé­laginu.

And­virði höfuð­stóls skulda­bréfanna eru 22,4 milljónir banda­ríkja­dala sem sam­svarar um þremur milljörðum króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt Amaroq ein­faldar breytingin efna­hags­reikning fé­lagsins, dregur úr vaxta­byrði og eykur fjár­hags­legan sveigjan­leika til fram­tíðar.

Breytan­legu bréfin voru gefin út í byrjun septem­ber í fyrra en skil­málum hefur nú verið breytt með þeim hætti að heimilt verður að breyta á­föllnum vöxtum og skuld­bindingar­gjaldi (e. commi­t­ment fee) í hluta­bréf í fé­laginu á verði sem sam­svarar síðasta loka­verði hluta­bréfanna á TSX Venture Exchange fyrir um­breytingu.

Fé­lagið til­kynnir jafn­framt að eig­endur breytan­legu skulda­bréfanna hafi á­kveðið að breyta öllum úti­standandi höfuð­stól skulda­bréfanna í 33.629.068 hluta­bréf á genginu 0,90 Kanda­dölum á­samt öllum á­föllnum vöxtum í 1.293.356 hluta­bréf á genginu 1,3 kanda­dal

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í morgun voru 2,2 milljarða króna utan­þings­við­skipti með bréf Amaroq er breytan­legum skulda­bréfum var breytt í hluta­bréf.

Um 17,5 milljón hluti var að ræða.