Hluta­bréfa­verð Amaroq hækkaði um rúm 3% í um 150 milljón króna við­skiptum í Kaup­höllinni í dag.

Dagsloka­gengi félagsins var 152 krónur en málm­leitarfélagið lauk í gær 4,8 milljarða króna hluta­fjárút­boði á genginu 151 króna á hlut (86 pens).

Amaroq nýtti sér stækkunar­heimild í út­boðinu til að styrkja félagið enn frekar og hleypa nýjum alþjóð­legum fjár­festum inn í ljósi 60% um­fram­eftir­spurnar.

Út­boðið var stækkað um 37,5%, úr 20 milljónum punda í 27,5 milljónir punda.

Í kaup­hallar­til­kynningu félagsins í morgun sagði að sölu­and­virði út­boðsins, um­fram áður fyrir­hugaða 3,5 milljarða, verði varið til að hraða vexti félagsins innan eigna­safns þess í Græn­landi sem og að styrkja enn frekar efna­hags­reikning félagsins.

Alls verður 32.034.664 nýjum hlutum út­hlutað til núverandi og nýrra hlut­hafa. Nýju hlutirnir nema um 8,1% af út­gefnu hluta­fé félagsins eftir hækkunina.

Fast­eignafélagið Kaldalón hækkaði um tæp 2% í við­skiptum dagsins en félagið lauk nýverið við 7,8 milljarða fast­eigna­við­skipti er félagið keypti allt hluta­fé annars vegar IDEA ehf. og hins vegar K190 hf.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech leiddi lækkanir er gengi félagsins fór niður um 1,5% í 219 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.580 krónur.

Gengi Al­vot­ech hefur lækkað um 12% síðastliðinn mánuð.

Úr­val­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,37% og var heildar­velta á markaði um 3,7 milljarðar.