Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,5% í 4,8 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Hlutabréf 23 félaga aðalmarkaðarins hækkuðu í viðskiptum dagsins og tveggja lækkuðu. Hlutabréfaverð Amaroq Mineral og Icelandair hækkuðu mest eða um ríflega 5%.
Gengi Amaroq stendur nú í 125 krónum á hlut en til samanburðar var dagslokagengi málmleitarfélagsins í gær 119 krónur. Hlutabréf Amaroq eru enn 40% lægra en þegar gengi félagsins fór hæst upp í 209 krónur 14. janúar síðastliðinn.
Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um 5% í tæplega 200 milljóna króna veltu og stendur nú í 1,06 krónum á hlut. Gengi flugfélagsins hefur nú hækkað um 6,6% frá lokun markaða á föstudaginn þegar það stóð í 0,994 krónum en er þó enn 27% lægra en í yrjun árs.
Auk Amaroq og Icelandair hækkaði gengi hlutabréfa Hampiðjunnar, JBT Marels, Alvotech og Heima um meira en 3% í viðskiptum dagsins.
Aðeins Kvika banki og Síminn lækkuðu í viðskiptum dagsins en hlutabréf beggja félaga lækkuðu um 0,7%.