Amazon hefur ákveðið að breyta um stefnu og krefjast þess að starfsmenn fyrirtækisins mæti á skrifstofuna fimm daga vikunnar.
Í bréfi sem forstjóri félagsins, Andy Jassy, birti á heimasíðu Amazon, segir að fyrirtækið hafi trú á því að það sé töluverður ábati fólginn í því að hafa alla saman á skrifstofunni.
Amazon, líkt og önnur fyrirtæki, leyfði starfsmönnum sínum að vinna heima í kórónuveirufaraldrinum. Í kjölfarið af því var gerð málamiðlun og frá 1. maí 2023 hefur starfsfólki verið heimilt að vinna heima tvo daga af fimm.
Amazon hefur ákveðið að breyta um stefnu og krefjast þess að starfsmenn fyrirtækisins mæti á skrifstofuna fimm daga vikunnar.
Í bréfi sem forstjóri félagsins, Andy Jassy, birti á heimasíðu Amazon, segir að fyrirtækið hafi trú á því að það sé töluverður ábati fólginn í því að hafa alla saman á skrifstofunni.
Amazon, líkt og önnur fyrirtæki, leyfði starfsmönnum sínum að vinna heima í kórónuveirufaraldrinum. Í kjölfarið af því var gerð málamiðlun og frá 1. maí 2023 hefur starfsfólki verið heimilt að vinna heima tvo daga af fimm.
Samkvæmt The Wall Street Journal tekur breytingin gildi frá og með 1. janúar 2025 og eftir það mun Amazon óska eftir því að allir mæti til vinnu á starfstöð fimm daga vikunnar.
Amazon fylgir þar með fordæmi UPS, Boeing og JPMorgan Chase sem einnig hafa gefist upp á heimavinnu á síðustu mánuðum.