Bandaríska viðskiptastofnunin FTC kærði í dag netverslunina Amazon fyrir að hafa blekkt viðskiptavini sína með því að fá þá til að kaupa sér Prime áskrift í gegnum aðferðir sem gerðu það mjög erfitt fyrir þá að segja sig úr áskrift.
Viðskiptastofnunin segir að Amazon hafi í mörg ár unnið að því að skrá neytendur án þeirra samþykkis í Prime áskrift sem felur í sér 139 dala ársgjald.
Í kærunni sem lögð var fram fyrir alríkisdómstól í Seattle kemur fram að Amazon hafi nælt sér í fleiri en 200 milljónir Prime viðskiptavini en áskriftarþjónustan er nú orðin órjúfanlegur þáttur í verslunarvenjum margra bandaríska heimila.
„Amazon tældi og festi fólk í endurteknar áskriftir án þeirra samþykkis sem angraði ekki aðeins viðskiptavini þeirra, heldur kostaði þá verulegar fjárhæðir,“ segir Lina Khan, stjórnarformaður FTC.
Því er haldið fram að Amazon hafi notast við villandi og þvingandi aðferð sem lokkaði viðskiptavini með villandi tilboðum og vegatálmum skyldu viðskiptavinir vilja segja upp áskriftinni.
Prime áskrift veitir viðskiptavinum meðal annars ókeypis tveggja daga heimsendingu, auk aukaréttinda þegar kemur að streymisþjónustu. Amazon hefur ekki enn tjáð sig vegna málsins.