Grínistinn og leikarinn Dax Shepard, sem rekur vinsæla hlaðvarpsþáttinn Armchair Expert, hefur skrifað undir 80 milljóna dala samning við Amazon. Hingað til hafa þættirnir hans verið á Spotify.

Samningurinn felur einnig í sér að þættirnir verði sýndir í beinni útsendingu. Þá mun Amazon einnig búa til þýddar útgáfur af þættinum til að dreifa um allan heim.

Grínistinn og leikarinn Dax Shepard, sem rekur vinsæla hlaðvarpsþáttinn Armchair Expert, hefur skrifað undir 80 milljóna dala samning við Amazon. Hingað til hafa þættirnir hans verið á Spotify.

Samningurinn felur einnig í sér að þættirnir verði sýndir í beinni útsendingu. Þá mun Amazon einnig búa til þýddar útgáfur af þættinum til að dreifa um allan heim.

Hlaðvarpsþættirnir byrjuðu árið 2018 og hefur Shepard tekið meira en 600 viðtöl við frægt fólk á borð við Barack Obama, Bill Gates og Dr. Sanjay Gupta.

Amazon virðist vera að færa sig meira inn í hlaðvarpsheiminn en fyrirtækið er einnig í viðræðum við bræðurna og NFL-leikmennina Jason og Travis Kelce um dreifingu á hlaðvarpi þeirra New Heights.