Amazon er nú farið að flýta fyrir sendingum til bandarískra viðskiptavina sinna sem búa jafnvel á afskekktustu svæðum. Verslunarrisinn segist ætla að auka tveggja daga afhendingargetu sína eftir margra ára rannsóknir og þróun.
Ákvörðunin þýðir að viðskiptavinir í litlum bæjum í Bandaríkjunum geta fengið pakkana sína afhenta fljótar en ef þeir væru að reiða sig á hefðbundna póstþjónustu.
Amazon hefur undanfarin ár byggt upp flutningagetu sína og er að sumu leyti komin fram úr UPS og FedEx. Til að ná dýpra inn í bandaríska dreifbýlið notast fyrirtækið við fleiri vöruhús, verktaka og aðrar verslanir.
Markmið Amazon er að auka flutningsgetu sína og hafa meiri umsjón með sendingum sínum. Með því að auka flutningsgetu sína getur fyrirtækið einnig gert upp tapið á sendingarkostnaði sem endar oftar en ekki hjá neytendum.
Amazon er þó ekki að reyna að ná til 100% viðskiptavina í Bandaríkjunum en áætlar að það geti náð til 90% þeirra. Eins og er afhendir Amazon nú meira en tvo þriðju af eigin sendingum í Bandaríkjunum.