Amazon hefur boðað verðhækkanir á áskriftum að Prime efnisveitunni í Bretlandi. Hækkunin tekur gildi í september og munu áskriftir í Bretlandi hækka um eitt pund eða úr 7,99 pundum í 8,99. Þá mun árleg áskrift hækka úr 79 pundum í 95. BBC greinir frá.

Verðhækkunina kemur í kjölfar mikil samdráttar í fjölda áskrifenda að efnisveitunni en aðrar efnisveitur hafa einnig hækkað áskrifargjald til að bregðast við samdrætti í áskriftartekjum. En gera má ráð fyrir að þriðjung áskriftaruppsagna megi rekja til sparnaðar hjá heimilum.

Um er að ræða fyrstu verðhækkunina á áskriftargjaldi í Bretlandi en í febrúar á þessu ári hækkaði Amazon verð á Prime í Bandaríkjunum.