Andri Geir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play, keypti hlutabréf í flugfélaginu fyrir eina milljón króna á föstudaginn. Andri Geir keypti 1.300.000 hlut á genginu 0,80 krónur á hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Andri Geir tók við starfi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs (COO) hjá Play og í júlí síðastliðnum. Hann hefur starfað hjá flugfélaginu frá stofnun þess árið 2019 og var um tíma tæknistjóri.

Play birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun Kauphallarinnar á fimmtudaginn. Í uppgjörstilkynningu Play kemur m.a. fram að félagið sé að skoða að auka hlutafé „og eftir atvikum sækja fjármögnun í tengslum við nýtt flugrekstrarleyfi sérstaklega“.

Hlutabréfaverð Play féll um 12,8% á föstudaginn og stóð í 0,82 krónum við lok síðustu viku. Gengi hlutabréfa félagsins stendur í 0,84 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð.