Andri Sveinsson, fjárfestir og fyrrum meðeigandi Novator, eignaðist 15% hlut í tryggingatæknifyrirtækinu Verna á síðasta ári. Andri, sem fer með hlut sinn í gegnum félagið Gildur ehf., var þriðji stærsti hluthafi Verna í lok síðasta árs, aðeins á eftir Ingva Tý Tómassyni og Guðmundi Pálssyni sem eiga hvor um sig fjórðungshlut í gegnum félagið XOR. Friðrik Þór Snorrason framkvæmdastjóri er fjórði stærsti hluthafinn með 9,7% hlut sem hann átti að mestu fyrir síðasta ár.
Í nýbirtum ársreikningi kemur fram að innborgað hlutafé á síðasta ári hafi numið 490 milljónum króna. Eignir Verna voru bókfærðar á 675 milljónir í lok síðasta árs samanborið við 341 milljón árið áður. Eignfærður rannsóknar- og þróunarkostnaður nam 287 milljónum. Eigið fé var um 536 milljónir.
Um 74 milljóna tap varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Sala vöru og þjónustu nam 220 milljónum og styrkur vegna nýsköpunar og þróunar nam 67 milljónum. Rekstrargjöld námu 399 milljónum.
Það störfuðu 16 starfsmenn að meðaltali hjá félaginu miðað við heilsársverk en áhersla var lögð á að þróa tryggingakerfi félagsins þannig að unnt væri að hefja sölu bifreiðatrygginga í ár. Fram kemur að félagið hafi gert samkomulag við tiltekna starfsmenn um að veita þeim kauprétt að samtals 5,4% hlut í félaginu.
Bjóða ökutækja- og farsímatryggingar
Verna byrjaði að bjóða upp á ökutækjatryggingar í apríl síðastliðnum. Fyrirtækið segist bjóða upp á allt að 40% lægra verði en önnur félög á íslenskum tryggingamarkaði en öll þjónusta fyrirtækisins fer fram í gegnum smáforrit.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði