Ankeri Solutions, sem býr til og þróar skýjalausnir fyrir gámaskipaflutningafyrirtæki, var rekið með 29 milljóna króna tapi í fyrra en árið áður nam tapið 83 milljónum.
Tekjur námu 186 milljónum og jukust um 68% frá fyrra ári. Þá kemur fram í ársreikningi að sölutekjur hafi aukist um 81% milli ára og árlegar endurteknar tekjur um 170%.
Kristinn A. Aspelund er framkvæmdastjóri og annar stofnenda Ankeri en hann á 29% hlut í félaginu. Meðstofnandi hans, Leifur A. Kristjánsson, á jafn stóran hlut.
Lykiltölur/Ankeri Solutions
2022 | |||||||
111 | |||||||
216 | |||||||
182 | |||||||
-83 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.