Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að samrunatilkynningum og fyrirspurnum um mögulegar forviðræður vegna samruna hafi fjölgað hratt undanfarnar vikur.

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að samrunatilkynningum og fyrirspurnum um mögulegar forviðræður vegna samruna hafi fjölgað hratt undanfarnar vikur.

Eftirlitið gerir því ráð fyrir töfum í afgreiðslu samrunamála í sumar eða allt fram í miðjan ágúst. SKE segist með tilkynningunni vilja gera fyrirtækjum og ráðgjöfum þeirra grein fyrir stöðinni svo viðkomandi geti gert viðeigandi ráðstafanir.

„Vegna mikilla anna hjá eftirlitinu, samhliða ófullnægjandi fjárveitingum og sumarleyfum starfsmanna, er fyrirsjáanlegt að yfirferð nýrra samrunatilkynninga og athuganir á nýjum samrunaskrám muni tefjast í sumar,“ segir í tilkynningu SKE.

„Hið sama gildir um ný samrunamál á forviðræðustigi. Þá getur Samkeppniseftirlitið ekki orðið við óskum um nýjar forviðræður vegna samruna á sama tímabili.“