A.P. Møller-Mærsk er langstærsta fyrirtæki í Danmörku. Félagið er rúmlega tvöfalt stærra samkvæmt veltu árið 2021 en annað stærsta félagið. Danska viðskiptablaðið Børsen tók listann saman.

Hagnaður Mærsk er meiri en samanlagður hagnaður allra 19 félaganna sem næst koma á listanum. Hagnaðurinn Mærsk nam 2.150 milljörðum íslenskra króna í fyrra. Hagnaðurinn var 64% hærri en árið 2020 og veltan var 50% meiri.

Samanlagður hagnaður félaganna 19 sem eftir koma var 2.055 milljarðar króna. Hann var hins vegar 1.892 milljarðar króna ef rekstur þeirra tveggja sem töpuðu er talinn með.

Flutningafyrirtæki og orkufyrirtæki eru áberandi yfir stærstu félögin á listanum. Þar er einnig að finna drykkjarvöruframleiðandann Carlsberg, Danfoss og leikfangaframleiðandann Lego.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði