Danski flutningsrisinn AP Møller Maersk spáir því að samdráttur í alþjóðaviðskiptum verði lengri en óttast var í byrjun árs þar sem fyrirtæki á heimsvísu eru enn að draga úr birgðum sínum af ótta yfir efnahagsástandinu í Evrópu og Bandaríkjunum.
Samkvæmt Maersk mun eftirspurn eftir gámaflutningum á heimsvísu minnka um 1 til 4 prósent á árinu í stað 0,5 til 2,5 prósent eins og upphaflega var spáð.
Spá mun verri afkomu í ár
Fyrirtæki í gámaflutningum sáu eftirspurn ná sögulegum hæðum á árunum 2020 til 2022 á meðan smásöluverslanir og iðnfyrirtæki voru í basli með að endurbirgja sig eftir að sóttvarnaraðgerðum var aflétt.
Maersk býst engu að síður við því að skila meiri hagnaði á fyrri hluta ársins en búist var við en varar við því að seinni hluti 2023 verður erfiðari en áður var talið.
Tekjur Maersk féllu um 40% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra og námu um 13 milljörðum dala.
Áætluð EBITDA Maerks fyrir árið í heild stendur nú í 8- 11 milljörðum dala. EBITDA fyrirtækisins árið 2022 var 37 milljarðar dala.