Apple hefur ákveðið að leggja niður „kaupa nú, borga síðar“ (e. buy now, pay later) þjónustu sína í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið vinnur nú að innleiðingu nýrrar lánalausnar.

Apple hefur ákveðið að leggja niður „kaupa nú, borga síðar“ (e. buy now, pay later) þjónustu sína í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið vinnur nú að innleiðingu nýrrar lánalausnar.

Nýjan lausnin felur í sér að Apple notendum verður gert kleift að nálgast lánalausnir í gegnum debit- og kreditkort og hjá öðrum lánveitendum inni í Apple Pay.

Í tilkynningu tæknirisans kemur fram að reiknað sé með að lausnin verði aðgengileg notendum vestanhafs síðar á þessu ári. Þeir notendur sem eru þegar með lán í gegnum Apple Pay Later geta þó að sögn fyrirtækisins munu þó áfram geta greitt niður lánin sín í gegnum Apple Pay.

Apple Pay Later var kynnt til leiks í Bandaríkjunum í mars í fyrra og bauð notendum að skipta greiðslum í fjóra hluta sem dreift var vaxtalaust og án allra aukagjalda niður á sex vikur.