Stjórn Apple hefur beðið fjárfesta sína um að greiða atkvæði gegn þeirri tillögu um að binda enda á ráðningarferli tæknirisans sem byggist á fjölbreytni, hlutdeild og aðgreiningu, svokallað DEI (Diversity, Equity and Inclusion).
Beiðnin kemur í kjölfar hvatningar frá íhaldssamtökunum National Center for Public Policy Research um að hætta við núverandi stefnu. Þau segja að DEI-ráðningar setji orðspor og fjárhag fyrirtækja í hættu.
Apple segir hins vegar að tillaga NCPPR sé óþörf vegna þess að fyrirtækið fylgi viðeigandi eftirlit og jafnvægi. Fyrirtæki eins og Meta, Amazon, Walmart og McDonald‘s hafa þegar afturkallað DEI-áætlanir sínar áður en Donald Trump, sem hefur gagnrýnt stefnuna, snýr aftur til Hvíta hússins.
Stefnt er að því að tillaga NCPPR verði borin undir atkvæði hluthafa á aðalfundi Apple sem verður þann 25. febrúar nk.