Apple er ekki lengur meðal fimm stærstu söluaðilum snjallsíma í Kína samkvæmt ársfjórðungslegri skýrslu International Data Corporation. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Apple raðar sér ekki í eitt af fimm efstu sætunum yfir sölutölur í Kína. WSJ greinir frá.
Vinsældir innlendra símaframleiðanda virðast hafa aukist á síðustu misserum en fimm kínverskir framleiðendur – Vivo, Huawei, Oppo, Honor og Xiaomi - seldu flesta síma öðrum ársfjórðungi.
Fjöldi sendinga á snjallsímum í Kína jókst um 8,9% milli ára og var um 71,6 milljónir. Sala Apple í Kína dróst saman um 3,1% milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum IDC. Þrátt fyrir að hafa fallið af topp fimm listanum þá hefur markaðshlutdeild Apple í Kína engu að síður aukist úr 8,3% í 13,6% frá árinu 2020 samkvæmt ráðgjafarfyrirtækinu.