Apple hefur samþykkt að greiða 95 milljónir dala í sáttargreiðslu til að leysa dómsmál sem tengist tækjum fyrirtækisins sem eru sögð hafa hlerað fólk án þeirra vitundar. Fyrirtækið var sakað um að hlera viðskiptavini í gegnum forritið Siri.
Samkvæmt BBC er því einnig haldið fram að raddupptökum hafi verið deilt með auglýsendum. Apple hefur þó ekki viðurkennt að hafa gert neitt rangt.
Samkvæmt sáttinni neitar Apple allri sök og segja lögfræðingar fyrirtækisins að það hafi þegar eytt einstökum hljóðupptökum frá Siri sem Apple safnaði fyrir október 2019.
Kröfuhafar segja hins vegar að Apple hafi hlerað fólk sem notaðist við Siri og síðan áframsent upptökurnar á auglýsendur sem notuðu þær til að miða betur auglýsingar á mögulega viðskiptavini.