Arðvænlegasta tæknifyrirtækið í Kína er ekki Alibaba eða Tencent heldur Apple, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Samkvæmt nýrri greiningu Financial Times er hagnaður Apple á Kínamarkaði nú meiri en samanlagður hagnaður kínversku tæknirisanna Alibaba og Tencent. Á síðustu 12 mánuðum nam rekstrarhagnaður Apple í Kína 31,2 milljörðum dollara samanborið við 15,2 hjá Tencent og 13,5 hjá Alibaba.
Þar sem Apple framleiðir iPhone í kínverskum verksmiðjum er fyrirtækið berskjaldað fyrir á hökti í aðfangakeðjum. Á sunnudaginn var tilkynnt um seinkun á nýjustu útgáfu iPhone vegna nýrrar bylgju heimsfaraldursins í Kína.