Lightning hleðslutengið mun að öllum líkindum hverfa af braut þegar iPhone 15 verður kynntur á árlegri haustkynningu Apple í næstu viku. Samkvæmt heimildum Bloomberg mun USB-C tengi taka við af eldingartenginu svokallaða sem hefur verið á öllum símum Apple frá árinu 2012.
Tæknirisinn hefur staðið í harðri baráttu við Evrópusambandið um að halda sínu tengi frá því að nýjar reglur um staðlað hleðslutengi farsíma og annarra raftækja voru kynntar. Baráttan hefur þó ekki borið árangur og þarf fyrirtækið því að búa sig undir nýjan veruleika en reglurnar taka gildi í desember 2024.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði