Apple hefur greint frá nýjum iPhone-síma sem mun koma til með að bjóða gervigreindarþjónustu á mun lægra verði en aðrir símar fyrirtækisins. Síminn, iPhone 16e, er með sama örgjava og er stærri en iPhone 16 en er með svipað geymslurými.

Tæknirisinn hefur verið í erfiðleikum með að finna nýja vöru sem vekur áhuga meðal neytenda en sala iPhone-síma dróst saman í lok síðasta árs.

Vonin er að með því að færa gervigreindartækni yfir í ódýrari síma muni Apple geta snúið þessari þróun við. Sérfræðingar hafa þó verið varkárir með spár sínar um að slík tækni muni sjálfkrafa hjálpa fyrirtækinu með aukna sölu.

Apple segir að iPhone 16e verði fáanlegur á morgun í 59 löndum og er nafn símans tilvísun í iPhone SE-seríuna, sem gefnar voru út milli 2016 og 2022.

„Þetta verður nú einn af öflugustu iPhone-símunum á viðráðanlegu verði og mun hann hjálpa til við að flýta fyrir upptöku og sókn Apple í gervigreind. Traust og trúverðugleiki Apple er mikilvægt og mun þetta hjálpa til við að lokka notendur frá öðrum kerfum,“ segir Paolo Pescatore, sérfræðingur innan símaiðnaðarins.