Arctic Adventures hefur samið við Hveraberg ehf og tengd félög um kaup á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi, sem inniheldur Fjaðrárgljúfur. Um 300 þúsund manns heimsækja Fjarðárgljúfrið árlega, að því er segir í fréttatilkynningu.

Arctic Adventures mun taka við rekstri svæðisins frá 1. janúar 2025.

Arctic Adventures hefur samið við Hveraberg ehf og tengd félög um kaup á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi, sem inniheldur Fjaðrárgljúfur. Um 300 þúsund manns heimsækja Fjarðárgljúfrið árlega, að því er segir í fréttatilkynningu.

Arctic Adventures mun taka við rekstri svæðisins frá 1. janúar 2025.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, friðlýsti Fjaðrárgljúfur í maí á þessu ári. Friðlýsingin var unnin í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur.

„Arctic Adventures mun halda því góða samstarfi áfram og setja verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu í forgang. Sú vinna er unnin samkvæmt verndar- og aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem gerð var samhliða friðlýsingunni.“

Fram kemur að meðal helstu verkefna í aðgerðaráætluninni séu úrbætur á gönguleið og verndun viðkvæmrar náttúru, auk viðhalds útsýnispalla. Þá hafi verið gerður umsjónarsamningur við Umhverfisstofnun þar sem eigendur skuldbinda sig til að fjármagna landvörslu og annan rekstur svæðinu. Uppbygging og rekstur innviða á svæðinu, sem og landvarslan, verður fjármögnuð með innheimtu bílastæðagjalda.

Fyrirhugað er að byggja upp þjónustu fyrir ferðafólk og aðra utan hins friðlýsta svæðis á jörðinni sem á að bæta aðstöðu og upplifun þeirra sem heimsækja Fjaðrárgljúfur.

„Það er okkur hjá Arctic Adventures mikill ánægja að taka við umsjón og uppbyggingu Fjaðrárgljúfurs. Við erum meðvituð um að samspil umferðar um svæðið og verndun viðkvæmrar náttúru er krefjandi verkefni sem við tökum alvarlega. Okkar markmið er að halda áfram að byggja upp innviði og varðveita stórkostlega náttúruperlu en á sama tíma að gera hana aðgengilega fyrir ferðafólk og heimamenn að njóta,“ segir Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures.

„Við höfum átt gríðarlega gott samstarf við yfirvöld, sveitarfélagið og aðra hagsmunaaðila um þróun þessa einstaka svæðis. Það hefur verið einkar ánægjulegt að taka þátt í friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs. Mikil innviðauppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og framundan er enn frekari uppbygging svæðisins í heild. Það er því ánægjulegt að sjá sterka aðila með mikinn metnað taka við keflinu og óskum við Arctic Adventures velfarnaðar til framtíðar,“ segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Hverabergs þróunarfélags.